Kópi bjargað í Vogum
Starfsmönnum Umhverfisdeildar Sveitarfélagsins Voga berast ýmsar ábendingar og beiðni um..
Starfsmönnum Umhverfisdeildar Sveitarfélagsins Voga berast ýmsar ábendingar og beiðni um liðsinni við margvíslegum erindum.
Laugardaginn 8. júní hringdi árvökull íbúi sveitarfélagsins og tilkynnti um selskóp sem lá að því er virtist þrekaður og bjargarlaus í fjörunni skammt frá Hvammsgötu. Kobbi var kominn nokkuð langt upp í fjöruna, og var því talsvert frá sjó þegar fjaraði út. Hann hafði ekki krafta til að bjarga sér sjálfur til sjávar, svo starfsmennirnir aðstoðuðu Kobba við að komast til hafs að nýju.
Þeir tóku nokkrar myndir af fyrirsætunni sem vonandi hefur nú fundið heimkynni sín að nýju.
Nánar á heimasíðu Voga, www.vogar.is