Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Konur leiða öll framboð í Reykjanesbæ - Friðjón hættir
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá árinu 2022.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. júní 2023 kl. 11:20

Konur leiða öll framboð í Reykjanesbæ - Friðjón hættir

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ mun hætta í bæjarstjórn um næstu áramót. 

Friðjón hefur verið í bæjarstjórn frá árinu 2010 og í meirihluta frá árinu 2014. Við brotthvarf hans mun Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins taka við sem formaður bæjarráðs. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar tekur við sem forseti bæjarstjórnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verða því konur sem leiða öll framboð í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við þessi tímamót. Hinar eru Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar, Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar. 

Þá bætist enn í kvennaflóruna í bæjarstjórn þegar Friðjón hættir því varabæjarfulltrúinn Sigurrós Antonsdóttir sem var í 4. sæti Samfylkingarinnar í síðustu kosningum verður bæjarfulltrúi.

Friðjón á hjólinu í Reykjanesbæ. Hann mun hætta í bæjarstjórn um næstu áramót.