Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Konur fylltu Krossmóa í kvennaverkfalli
Konur og kvár kröfðust þess m.a. að endir verði bundinn á kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. VF/JPK
Þriðjudagur 24. október 2023 kl. 23:44

Konur fylltu Krossmóa í kvennaverkfalli

Konur og kvár fjölmenntu í Krossmóa í Reykjanebæ í hádeginu á þriðjudag í upphitunarviðburð fyrir dagskrá sem fram fór á Arnarhóli í Reykjavík. Hundruð tóku þátt í viðburðinum í Krossmóa og var anddyrið fyrir framan verslanir í húsinu þéttskipað. Þar hafði verið sett upp svið þar sem konur og kvár komu upp og fluttu texta ýmiskonar, hvort sem það voru ljóð eða mikilvæg slagorð í tilefni dagsins. Dagskránni í Krossmóa lauk svo með því að þær Fríða Dís og LadieLex stýrðu hópsöng svo undir tók í húsinu. Stór hluti hópsins sem safnaðist saman í Krossmóa hélt svo áfram í hópferð til Reykjavíkur til að taka þátt í kvennaverkfallinu og dagskrá við Arnarhól.

Það var vel tekið undir þegar LadieLex og Fríða Dís stýrðu fjöldasöng.

Í spilaranum hér að neðan má sjá myndskeið frá viðburðinum í Reykjanesbæ og myndasafn neðst á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennaverkfall 24. október 2023