Konur fá mun lægri laun en karlar
Landsfundur jafnréttisnefnda var haldinn var á Hvolsvelli í október sl. Á fundinum kom m.a. fram að gerð hefði verið könnun á launamun kynja hjá nokkrum sveitarfélögum, en Reykjanesbær var ekki þar með talinn. Þá kom í ljós að óútskýrður launamunur væri 12-16%. Þá er átt við launamun sem ekki er hægt að skýra með minni menntun, vinnutíma, stöðuheiti, ábyrgð og þvíumlíku. Fjölskyldu- og félagsmálaráð hefur lagt til við bæjarstjórn að sambærileg könnun verði gerð hjá starfsmönnum Reykjanesbæjar. Sveindís Valdimarsdóttir (S) tók málið upp á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og gerði nánari grein fyrir málinu. Ákveðið var að vísa málinu í bæjarráð.