Konu saknað síðan á föstudag
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Valdísi Þorgilsdóttur, fæddri 1948, til heimilis að Suðurgötu 29 í Sandgerði. Síðast er vitað af ferðum hennar þar sem hún sást fara úr leigubifreið við skemmtistaðinn Rána við Hafnargötu í Reykjanesbæ um kl. 22 á föstudagskvöld.
Valdís er 168 sm há, um 90 kg að þyngd og með dökkt millisítt hár. Hún var klædd í gráan jakka og í svart pils. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Valdísar frá síðastliðnu föstudagskvöldi eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.