Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Könnun meðal íbúa Reykjanesbæjar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Miðvikudagur 21. maí 2014 kl. 11:32

Könnun meðal íbúa Reykjanesbæjar

- um þjónustu og aðkomu bæjarins að stjórn HSS/heilsugæslunni.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að viðhafa könnun meðal bæjarbúa um málefni er varða þjónustu og aðkomu sveitarfélagsins um stjórn og rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja/heilsugæslunnar.  Niðurstöður könnunarinnar eiga að vera leiðbeinandi fyrir þá bæjarstjórn sem mun starfa að loknum sveitarstjórnarkosningum sem fara fram 31.maí.

Könnunin, sem er rafræn, fer fram dagana 23. maí – 31. maí næstkomandi. Á heimasíðu Reykjanesbæjar koma fram allar upplýsingar um framkvæmd könnunarinnar. Spurt er hvort íbúar séu sáttir við þjónustu HSS/heilsugæslunnar, hvort að Reykjanesbær eigi að koma að stjórnun og rekstri HSS/heilsugæslunnar og þá með hvaða hætti. Við val á spurningum var leitað til sérfræðinga um framkvæmd.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024