Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Könguló, könguló, vísaðu mér á jólasnjó...
Föstudagur 26. nóvember 2004 kl. 12:26

Könguló, könguló, vísaðu mér á jólasnjó...

Köngulær virðast vera með harðgerari skepnum ef marka má þetta eintak sem var statt fyrir utan ÓB bensín í Njarðvík. Hún var feit og pattaraleg og lætur sér fátt um finnast þrátt fyrir að nú sé stutt í aðventu.

Þrátt fyrir hörkufrostið sem var um daginn virðist þessi miður frýnilega könguló una hag sínum vel. Dyggir lesendur muna ef til vill eftir frétt VF frá því í sumar þar sem kvikindi af svipaðri stærð hafði komið sér fyrir í glugga á sama stað og er aldrei að vita nema um sömu könguló sé að ræða ...allaveganna er þetta náinn ættingi.

Klettaköngulær eru alveg meinlausar þrátt fyrir skelfilegt útlit en næsta víst er að flestir vildu vera lausir við svona nágranna.
VF-myndir/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024