Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kóngareið á laugardaginn
Miðvikudagur 28. júní 2017 kl. 11:32

Kóngareið á laugardaginn

-Safnað í orgelsjóð Keflavíkurkirkju

Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum þann 1. júlí n.k. og taka lagið en markmiðið er að safna áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju.
 
Kvartettinn skipa þeir Elmar Þór Hauksson, Sveinn Sveinsson, Sólmundur Friðriksson og Kristján Jóhannsson, þó ekki óperusöngvarinn að norðan. Stjórnandi er organisti Keflavíkurkirkju, Arnór B. Vilbergsson.
 
Kóngar munu hjóla á milli kirkna á einum degi og eru allir velkomnir að taka þátt og hjóla með. 
Þeir munu syngja í hverri kirkju nokkur lög og sálma og verður bíll á staðnum sem getur hvílt hjólreiðamenn á leiðinni ef þörf krefur en leiðin er samtals 113 km. Þeir sem vilja sleppa hjólreiðaferðinni en hlýða á þá kappa geta nýtt sér kóngarútuna verð kr. 1.000.
 
Lagt verður af stað frá Keflavíkurkirkju kl. 9:00.
 
Við hvetjum sem flesta til að heita á, en allur ágóði fer í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Þeir sem vilja styðja kóngareiðina geta lagt inn á reiknng 0121-15-350005, Kt. 680169-5789.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024