KONAN LAUS ÚR GÆSLUVARÐHALDI:
Konan sem handtekin var í Njarðvíkunum fyrir sölu fíkniefna í síðustu viku er laus úr gæsluvarðahaldi. Kærða neitar að hafa selt aðila amfetamín skömmu fyrir handtökuna, en á honum fannst 1 gr af amfetamíni sem hann kvaðst hafa keypt af kærðu. Talsvert magn af fíkniefnum fannst í bifreið og í íbúð kærðu og eiginmanns hennar, 165 gr. af amfetamíni og 256,5 gr af hassi, ásamt öðru sem tilheyrt gæti fíkniefnaneyslu. Kærða neitar einnig staðfastlega að hafa nokkra vitneskju um fíkniefnin. Lögreglan rannsakar nú framburð vitna og ýmis gögn sem málinu tengjast.