Kona slasaðist við Reykjanesvita
- var á leið inn í rútu með ferðamönnum.
Eldri kona slasaðist við Reykjanesvita í gær þegar hún datt illa. Kenndi hún eymsla í fæti og mjöðm. Voru lögreglan á Suðurnesjum og sjúkralið kvödd á vettvang. Konan, sem er erlendur ferðamaður, datt þegar hún var á leið inn í rútu, sem flutti ferðamennina. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.