Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 1. desember 2001 kl. 12:44

Kona lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut

Kona lést og önnur liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi eftir alvarlegt umferðaróhapp á Reykjanesbraut snemma í morgun. Tvær bifreiðar, fólksbíll og leigubifreið, rákust harkalega saman á Strandarheiði, nærri Kúagerði.Útkall barst til Brunavarna Suðurnesja kl. 04:43 í morgun og voru tveir sjúkrabílar og tækjabíll sendur á vettvang. Einnig voru sjúkrabílar og tækjabíll sendur á vettvang frá Hafnarfirði. Reykjanesbraut var lokað vegna slyssins og umferð beint um Vatnsleysustrandarveg.

Slysið var á mjög svipuðum slóðum og alvarlegt umferðarslys fyrir réttu ári en 30. nóvember í fyrra létust þrír Suðurnesjamenn í hörmulegu bílslysi. Allar aðstæður nú eru eins og í fyrra, snjór á veginum og hann háll. Reykjanesbrautin var lokuð í um þrjá tíma vegna slyssins í nótt. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn.

Meðfylgjandi myndir voru annars vegar teknar við lokun lögreglunnar í Kúagerði og þegar dráttarbíll kom með annan bílinn úr slysinu til geymslu í Njarðvík. Fjölmiðlum var ekki veittur aðgangur að slysstað í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024