Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 15. apríl 2000 kl. 10:57

Kona lést eftir áverka

Kona lést eftir áverka sem hún hlaut eftir að ráðist var á hana með bitvopni á heimili hennar í miðbæ Keflavíkur í morgun.Í morgun kl. 4:35 barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að ung kona væri með alvarlega áverka eftir bitvopn á heimili sínu að Skólavegi 2 í Keflavík. Konan var flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún lést skömmu síðar. Lögreglan hefur handtekið mann sem kom á heimili hinnar látnu í morgun, en rannsókn málsins er það skammt á veg komin að ekki er hægt að upplýsa frekar um aðdraganda hins vofveiflega andláts. Rannsóknarlögreglan er nú í íbúð hinnar látnu þar sem nánari rannsókn fer fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024