Kona handtekin grunuð um íkveikju á Hafnargötu
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið konu á fertugsaldri sem grunuð er um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Frá þessu er greint á vef RÚV. Konan, sem er íslensk, var handtekin um tvö leytið en lögreglan telur að þetta megi rekja til deilna milli hennar og fyrrverandi sambýlismanns hennar sem búsettur er í blokkinni. Tilkynnt var um eld á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ um klukkan þrjú í nótt. Eldur logaði í þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi og í fatahrúgu á öðrum stað, sem vakti grunsemdir um íkveiku. Í húsinu búa um þrjátíu manns.
Átta íbúar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna gruns um reykeitrun. Aðrir voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Iðavöllum og hluti hópsins fór til ættingja og vina.