Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. janúar 2001 kl. 09:51

Kona fótbrotnaði

Sjúkraflutnings- og slökkviliðsmenn í Grindavík hafa haft í nógu að snúast að undanförnu, áramótin voru þó tíðindalaus.
Eldri kona hrasaði fyrir framan hús sitt í Grindavík í síðustu viku og fótbrotnaði. Hún var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík.
Slökkviliðið í Grindavík fór í útkall sl. laugardag en kveiknað hafði í jólaskreytingu á stofuborði. Íbúinn var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliði kom á staðinn en mikill reykur var í íbúðinni þannig að nauðsynlegt var að reykræsta hana. Húsráðandi var fluttur á sjúkrahús með snert af reykeitrun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024