Sunnudagur 27. ágúst 2006 kl. 19:13
Kona flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys á Faxabraut
Ekið var á konu sem var á gangi við Faxabraut í Reykjanesbæ síðdegis í dag. Konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl hennar þóttu það mikil að hún var flutt á Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. Ekki er ljóst hver meiðsl hennar eru.