Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komust ekki
Mánudagur 12. maí 2003 kl. 13:56

Komust ekki "Krýsuvíkurleiðina" framhjá löggunni!

Tveir karlmenn voru handteknir við á Krýsuvíkurleiðinni við Kleifarvatn aðfararnótt sl. laugardag, grunaðir um innbrot eða innbrotstilraun í fiskvinnslufyrirtæki í Grindavík þá skömmu áður. Þeir gistu fangaklefa og voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglu um morguninn.Viðurkenndu þeir m.a. innbrot og þjófnað á humri í fiskvinnslufyrirtæki í Garði í vikunni og virðist sem þarna sé um að ræða skipulagða starfsemi sem tengist fíkniefnaheiminum, en í vikunni voru tveir menn handteknir við samskonar iðju í Þorlákshöfn og Eyrarbakka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024