Komu upp um kannabisræktun í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum kom í gærkvöldi upp um kannabisræktun á heimili í miðbæ Reykjanesbæjar. Lögreglumenn urðu varir við megna kannabislykt og bönkuðu upp á hjá húsráðanda sem viðurkenndi ræktun.
Fimm kannabisplöntur voru komnar á lokastig ræktunar og voru þær haldlagðar af lögreglunni. Málið telst upplýst.







