Komu í veg fyrir eldsvoða á sjúkrahúsinu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi, vegna brunaboða. Mikill reykur var í hluta hússins þegar slökkvilið kom á staðinn.Þegar að var gáð kom í ljós að loftpressa í norðurhluta hússins hafði ofhitnað. Húsið var loftræst og enginn skaði hlaust af. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, varaslökkviliðsstjóri B.S. hefðu málin geta þróast til mun verri vegar, hefði brunaviðvörunarkerfi ekki verið staðsett í húsinu. „Ef pressan hefi hitnað meira, þá hefði hugsanlega getað kviknað í öllu saman. Það komst sem betur fer aldrei á það stig“, segir Jón.