Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komu færandi hendi í Njarðvíkurskóla
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 22:55

Komu færandi hendi í Njarðvíkurskóla

Félagskonur í Lionsklúbbnum Æsu í Narðvík komu færandi hendi til 9 ára barna á Njarðvíkurskóla í morgun. Þær gáfu börnunum litabækur í tengslum við eldvarnaátak sem nú stendur yfir um allt land á meða 9 ára barna.

Heimsóknin til 9 ára barnanna í morgun hófst með því að eldvarnaeftirlitsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja fræddu börnin um eldvarnir fyrir jólin og áramótin og leystu börnin út með góðum gjöfum. Þannig fóru öll börnin heim með rafhlöðu í reykksynjara, en rafhlöðurnar þarf að endurnýja einu sinni á ári. Þá fengu þau einnig margmiðlunardisk um eldvarnir á heimilum. Að lokum fengu börnin þátttökublað í eldvarnagetraun, þar sem til mikils er að vinna.

Lionsklúbburinn Æsa gaf, eins og áður segir, litabók sem tengist eldvarnaátakinu og því fræðsluefni sem eldvarnaeftirlitsmennirnir kynntu börnunum. Æsa er öflugur Lionsklúbbur sem styður við góð málefni í Njarðvík en ein af fjáröflunum klúbbsins er pokasala.

Nú er að koma sá tími sem líknarfélög eru mörg hver í fjáröflun og vert að minna fólk á það í jólaösinni að sjá af nokkrum krónum í góð og þörf málefni.


Mynd: Úr Njarðvíkurskóla í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024