Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komu áhyggjum af mengun á framfæri
Bæjarráð boðaði fulltrúa Ust og USi á fund í dag til að ræða mengun frá kísilverksmiðju. VF-mynd/hilmarbragi
Fimmtudagur 2. mars 2017 kl. 16:18

Komu áhyggjum af mengun á framfæri

- Bæjarráð fundaði með Umhverfisstofnun og United Silicon í morgun

Bæjarráð Reykjanesbæjar fundaði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og United Silicon í morgun. Ráðið hafði boðað til fundarins til að koma á framfæri áhyggjum af mengun sem borist hefur frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík síðan í nóvember. „Við erum mjög ósátt með þá mengun og lykt sem hefur borist og komum því skýrt á framfæri. Með fundinum vildum við þrýsta á fyrirtækið og eftirlitsaðila að koma þessum málum í lag sem fyrst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs. Hann segir bæjaryfirvöld deila áhyggjum af mengun með íbúum en að þau hafi hvorki tæki né tól til að bregðast við henni, það verði eftirlitsaðilar að gera.

Á fundinum fóru fulltrúar Umhverfisstofnunar yfir aðgerðir sínar og efni bréfs sem sent var til United Silicon í síðustu viku þar sem meðal annars var tilkynnt að stofnunin teldi þörf á verkfræðilegri úttekt á starfsemi og hönnun verksmiðjunnar vegna ítrekaðra mengunaróhappa. Fulltrúar United Silicon fóru á fundinum yfir stöðuna í verksmiðjunni og lagfæringar sem framundan eru. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024