Komist verði að sameiginlegri niðurstöðu um DS
Bæjaryfirvöld í Vogum vilja að fundin verði varanleg lausn á málum Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum og að haldinn verði eigendafundur hið fyrsta þar sem valkostir verði ræddir og komist að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð DS.
Bæjarráð Voga tók málið til umfjöllunar á dögunum en þar var kynnt var greining KPMG á málum DS. Afgreiðsla bæjarráðs, sem greint er frá hér að framan, var samþykkt í bæjarstjórn með öllum atkvæðum.