Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Kominn í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík
    Mán­inn reyndi að fela sig á bak við fjallið þegar Óli á Stað GK kom til hafn­ar, en í bak­sýn má einnig sjá fisk­vinnslu Stakka­vík­ur. VF-myndir: ​Hilm­ar Bragi
  • Kominn í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík
    Óli á Stað GK kominn til hafnar í Grindavík.
Föstudagur 9. febrúar 2018 kl. 11:16

Kominn í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík

 
 
Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heima­hafn­ar í Grinda­vík í síðustu viku. Skipið er í eigu Stakkavíkur en Óli á Stað GK er með króka­afla­mark. Báturinn var sjósettur á síðasta ári og hefur undanfarna mánuði verið að veiðum en lagt upp í öðrum höfnum en heimahöfninni, Grindavík. Báturinn var smíðaður hjá skipa­smíðastöðinni Seigi. Hann er 13,17 metr­ar á lengd og er tæp 30 brútt­ót­onn. Hann er sagður gott sjóskip.
 
Í bátnum eru fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, ásamt fullkomnu og góðu eldhúsi. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina. Báturinn er nær samskonar og annar bátur sem Stakkavík fékk á haustmánuðum 2014 og hét Óli á Stað GK. Sá bátur var seldur austur á firði árið 2016 þegar fyrirtækið þurfti að gera breytingar í krókaaflamarkskerfinu.
 
Óli á Stað GK er búinn til línuveiða en sl. fimmtudag, þegar báturinn kom fyrst til heimahafnar í Grindavík, var línan dregin skammt undan landi suður af Grindavík og veiðin var með ágætum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024