Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Kominn í draumalið vefdómara
  • Kominn í draumalið vefdómara
Þriðjudagur 16. febrúar 2016 kl. 06:00

Kominn í draumalið vefdómara

Guðmundi Bjarna Sigurðssyni, listrænum stjórnanda og einum af eigendum Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ, hefur verið boðið að gerast hluti af dómarateymi hjá CSS Design Awards sem er eitt fremsta hönnunargallery á netinu í dag.

„Ég er þarna á meðal mikilla heiðursmanna og kvenna,“ segir Guðmundur Bjarni en dómarateymið fær til sín hundruð vefsíða á hverjum degi þar sem valin er vefsíða dagsins. Dómnefndin kemur svo saman mánaðarlega og velur vef mánaðarins og svo að lokum vef ársins.

Hjá CSS Design Awards er Guðmundur Bjarni kominn í draumalið vefsérfræðinga víðsvegar að úr heiminum sem hafa það verkefni að verðlauna það besta sem gert er í vefsíðugerð hverju sinni.

http://www.cssdesignawards.com/judges/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024