Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komið með skipsbrotsmenn til Sandgerðis
Mánudagur 15. september 2003 kl. 17:23

Komið með skipsbrotsmenn til Sandgerðis

Það voru fagnaðarfundir á bryggjunni í Sandgerði nú síðdegis þegar Svala Dís KE 29 kom með skipsbrotsmenn af Lukku Láka SH til hafnar. Ástvinir og ættingjar tóku á móti tveimur sjómönnum sem hafði fyrr í dag verið bjargað úr gúmmíbjörgunarbáti norður af Garðskaga, þar sem bátur þeirra sökk.

Flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, fann gúmmbjörgunarbát með tveimur mönnum innanborðs á reki 6 sjómílur norvestur af Sandgerði klukkan 13:08 í dag. Mönnunum var bjargað um borð í fiskibát um fimmtán mínútum seinna.

Flugstjórn barst tilkynning frá flugvél frá Lufthansa kl. 12:25 að hún heyrði í neyðarsendi. Flugvélin var þá í 33 þúsund feta hæð 25 sjómílur SV af Keflavík. Skömmu síðar tilkynnti flugvél frá KLM flugfélaginu á svipuðum slóðum að hún heyrði einnig merki frá neyðarsendi. Flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, var kölluð út kl. 12:39 og var hún komin í loftið fimm mínútum síðar.

Um kl. 13:08 fann flugvélin gúmmbjörgunarbát á reki um 6 sjómílur norðvestur af Sandgerði. Hún hringsólaði yfir bátum þar til fiskibáturinn Svala Dís KE  kom á staðinn og bjargaði tveimur mönnum úr björgunarbátnum. Þeir reyndust vera skipverjar á fiskibátnum Lukku Láka SH, sem maraði í hálfu kafi skammt frá þar sem björgunarbáturinn var á reki.

Skipsbrotsmennirnir vildu ekki veita viðtöl þegar þeir komu í land en sögðu þó að aldrei hafi verið nein hætta á ferðum.

 

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024