Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komið að kaflaskiptum í lífi Más
Már á Evrópumótinu í Madeira á síðasta ári.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 9. júlí 2022 kl. 09:13

Komið að kaflaskiptum í lífi Más

Hinn óviðjafnanlegi Már Gunnarsson hefur ákveðið að leggja sundferilinn á hilluna og einbeita sér að því að þroska sig sem tónlistarmann. Frá þessu greinir hann á Facebook í morgun:

„Kæru vinir, það er komið að kaflaskiptum í mínu lífi. Í september er ég að flytja til Englands þar sem mér bauðst skólavist við stóran breskan tónlistarháskóla The Academy of contemporary music. Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um og nú læt ég vaða. Það er sárt að kveðja heim afreksíþrótta en sífellt erfiðara er að halda öllum boltum á lofti samtímis, því ætla ég nú að setja orkuna í að þroska mig og efla sem tónlistarmann. Ég mun sakna þjálfara minna og vina,sakna þess að bæta tímana mína en ég hlakka til nýrra áskorana, kynnast nýju fólki, bæta mig í ensku og gera það sem ég elska.“

Már segir einnig að námið sé dýrt og ætlar hann leggja upp í stutta tónleikaferð um landið áður en hann flytur búferlum, það sé liður í að fjármagna námið. Með honum í tónleikaröðinni Sjáumst verður „landslið íslenskra hljóðfæraleikara og frábærir gestasöngvarar“ eins og Már orðar það og bendir á Tix.is fyrir frekari upplýsingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Már hefur ákveðið að taka tónlistina fram yfir sundið.
íþróttamaður fatlaðra 2021.

Það má segja að Már sé á hátindi sundferils síns þegar hann tekur þessa stóru ákvörðun en á síðasta ári gerði Már sér lítið fyrir og setti heimsmet í 200 metra baksundi, þar að auki fór hann á Evrópumótið sem var haldið á Madeira og á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó þar sem hann varð fimmti í sínum flokki í 100 metra baksundi og bætti Íslandsmetið á sama tíma. Már var valinn íþróttamaður fatlaðra árið 2021 ásamt Róberti Ísak Jónssyni.

Ítarlegt viðtal við Má birtist á vef Fréttablaðins í gær: