Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komast allir að í Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Föstudagur 13. júní 2014 kl. 11:44

Komast allir að í Vinnuskóla Reykjanesbæjar

Afrakstur vinnunnar sýnilegur í myndaleik

Berglind Ásgeirsdóttir yfirmaður hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar segir að í ár séu um 300 starfsmenn í Vinnuskólanum, þar af eru um 250 krakkar á aldrinum 14-16 ára. „Hér komast allir að og ennþá eru laus pláss á B-tímabili ef einhverjir hafa áhuga,“ segir Berglind.

Hún segir að aðsóknin í Vinnuskólann sé minni en í fyrra en Berglind telur að fjölbreytt störf séu í boði fyrir unglinga í Reykjanesbæ. Vinnuskólinn hefur nýlega komið sér fyrir í nýju húsnæði á efri hæðinni í Reykjaneshöll, en ýmsar nýjungar eru einnig fyrirhugaðar í starfsemi skólans. Sérstakur forvarnardagur verður haldinn í fyrsta sinn í sumar, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur verður m.a. með kynfræðslu fyrir unglingana, eins sem boðið verður upp á kennslu við gerð ferilskrár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinnuskólinn ætlar svo að standa fyrir myndaleik þar sem birtar eru fyrir og eftir myndir af vinnu unglingana. Vegleg verðlaun verða þar í boði fyrir hópa en hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem þegar hafa verið sendar inn á facebook-síðu Vinnuskólans.

Leikurinn gengur út á að birta fyrir og eftir myndir og sýna afrakstur vinnunnar.

Hér hefur verið tekið til hendinni.