Koma vélanna tengist ekki hernaði í Úkraínu
Herþotur og eldsneytisflutningavélar lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis, eins og greint var frá á vef Víkurfrétta síðdegis. Um er ræða að ræða bandarískar orustuþotur og eldsneytisvélar sem eru í millilendingu á Íslandi vegna þátttöku í æfingu í Evrópu.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að Æfingin hafi verið skipulögð fyrir um fjórum mánuðum síðan og koma vélanna tengist því ekki hernaði í Úkraínu.
Vélarnar verða hér á landi í tvo sólarhringa vegna kjarasamningsbundinnar hvíldar áhafnar. Flug af þessu tagi eiga sér reglulega stað um Keflavíkurflugvöll.