Kom við í Sandgerði á hringferð um landið
Kjartan Hauksson, ræðari, komst til Sandgerðis í gærkvöldi á árabát sínum Frelsinu. Ýmislegt hefur gengið á hjá Kjartani en þrátt fyrir mjög tafsaman lokasprett fyrir Reykjanestá áleiðis til Reykjavíkur lagði Kjartan síður en svo árar í bát sagði í frétt á mbl.is. Honum tókst að ná til Grindavíkur á laugardagskvöld eftir 7 tíma róður frá Herdísarvík og lagði að baki 38 km. Hann hélt kyrru fyrir vegna veðurs á sunnudag og hélt áfram förinni í gærmorgun.
Hann lenti í leiðindaveðri þegar hann reri fyrir Reykjanestá, en komst loks til Sandgerðis um kvöldmatarleytið. Kjartan er á hringferð um landið til styrktar hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar og hefur þegar safnað rúmum 3.3 milljónum króna samkvæmt Morgunblaðinu.
VF-myndir/AMG