Kom að bílnum sínum á hvolfi út í móa
Svo virðist sem fólki sé ekki lengur óhætt að skilja eftir bifreiðar úti á þjóðvegum af ótta við skemmdarverk annarra vegfarenda. Bíleigandi sem varð að skilja við bifreið sína á Grindavíkurvegi í nótt, nærri orkuveri Hitaveitu Suðurnesja, kom aftur að bílnum sínum þar sem hann var á hvolfi utan vegar. Óprúttnir vegfarendur höfðu greinilega tekið á bílnum og skilið hann eftir á hvolfi.Nokkrar skemmdir urðu á bílnum eftir meðferð þrjótanna. Málið var tilkynnt lögreglunni í Keflavík.
Laganna verðir höfðu í nógu að snúast síðustu nótt og meðan annars höfðu þeir afskipti af ungmennum vegna brota á útivistarreglum.
Laganna verðir höfðu í nógu að snúast síðustu nótt og meðan annars höfðu þeir afskipti af ungmennum vegna brota á útivistarreglum.