Kólnar og hvessir í kvöld
Klukkan 6 var suðlæg átt, víða 5-10 m/s og rigning. Hiti 0 til 13 stig, hlýjast á Sauðanesvita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða þokusúld, en hvessir og fer að snjóa í kvöld. Suðvestan og síðar vestan 18-23 í nótt og í fyrramálið og él. Dregur heldur úr vindi og éljum á morgun. Kólnandi veður og frost 0 til 4 stig með kvöldinu.
Kortið er tekið af vef veðurstofunnar og sýnir veðrið eins og það á að vera kl. 15 í dag.