Kólnar í kvöld
Klukkan 6 var vestlæg átt, víða 8-13 m/s. Skúrir voru vestantil á landinu, en snjókoma og vægt frost við norðausturströndina.
Snýst í norðan 5-10 m/s með snjókomu fyrir norðan. Annars vestlæg átt 8-13 og skúrir eða él, en bjartviðri suðaustanlands. Kólnandi, frost 0 til 7 stig í kvöld. Norðvestanátt á morgun, 13-18 m/s við norðausturströndina en talsvert hægari annars staðar. Él norðanlands og við vesturströndina, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt.
Snýst í norðan 5-10 m/s með snjókomu fyrir norðan. Annars vestlæg átt 8-13 og skúrir eða él, en bjartviðri suðaustanlands. Kólnandi, frost 0 til 7 stig í kvöld. Norðvestanátt á morgun, 13-18 m/s við norðausturströndina en talsvert hægari annars staðar. Él norðanlands og við vesturströndina, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt.