Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnar í dag – hlýnar á morgun
Miðvikudagur 31. október 2007 kl. 08:53

Kólnar í dag – hlýnar á morgun

Spáð vestan 13-18 m/s og dálitlum éljum við Faxaflóann í dag, en snýst í norðvestan 8-13 og léttir til eftir hádegi. Lægir enn frekar í kvöld. Kólnandi veður og frost í uppsveitum síðdegis. Vaxandi austanátt á morgun, 13-20 og slydda eða rigning síðdegis. Hlýnar heldur á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á fimmtudag:
Vaxandi suðaustanátt, 15-20 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands síðdegis, en hægara og dálítil snjókoma norðaustanlands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Á föstudag:
Snýst í hvassa norðanátt með éljagangi fyrir norðan, en léttir til sunnanlands. Fremur milt veður til kvölds.

Á laugardag:
Vaxandi sunnanátt með rigningu um landið vestanvert, en mun hægari og bjart austanlands. Hlýnar vestanlands, en hiti annars við frostmark.

Á sunnudag:
Suðlæg átt með talsverðri vætu og hlýnandi veðri.

 

www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024