Kólnar eftir helgi
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Skýjað með köflum og um eða rétt yfir frostmarki. Hægari og él eða slydduél á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-10 m/s. Bjart að mestu og Hiti um eða rétt yfir frostmarki. Hægari, austlægari og dálítil él á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s, skýjað og stöku él, en líkur á snjókomu eða slyddu SV- og V-lands. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en hiti um eða yfir frostmarki við suðvesturströndina.
Á laugardag:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s, skýjað og stöku él, en líkur á snjókomu eða slyddu um landið vestanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við suðvesturströndina.
Á sunnudag:
Norðan- og norðaustanátt, 5-13 m/s, hvassast norðvestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðan- og norðaustanátt með ofankomu norðantil á landinu, en léttir smám saman til sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt veður.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með ofankomu í flestum landshlutum. Heldur hlýnandi.
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Horft yfir byggðina í Njarðvík til Esju.