Kólnandi veður og frystir víða í kvöld
Klukkan 06:00 í morgun voru norðan 10-15 m/s víða við norður- og vesturströndina, en annars hægari vestlæg átt. Bjartviðri var víða suðvestantil, en annars skýjað að mestu og rigning við ströndina norðantil. Hiti 0 til 7 stig, kaldast í Skaftafelli og á Haugi í Miðfirði.
Yfir norðaustanverðu landinu er vaxandi 1010 mb lægðardrag sem hreyfist í suðaustur, en vaxandi 1040 mb hæð er yfir V-Grænlandi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi norðan- og norðaustanátt í dag, 10-18 m/s síðdegis, hvassast austantil, en 15-20 í nótt og á morgun. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands, en rigning eða slydda í öðrum landshlutum í dag og síðan snjókoma eða él. Kólnandi veður og frystir víða í kvöld. Frost 0 til 5 stig á morgun, en frostlaust allra syðst.
Yfir norðaustanverðu landinu er vaxandi 1010 mb lægðardrag sem hreyfist í suðaustur, en vaxandi 1040 mb hæð er yfir V-Grænlandi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi norðan- og norðaustanátt í dag, 10-18 m/s síðdegis, hvassast austantil, en 15-20 í nótt og á morgun. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands, en rigning eða slydda í öðrum landshlutum í dag og síðan snjókoma eða él. Kólnandi veður og frystir víða í kvöld. Frost 0 til 5 stig á morgun, en frostlaust allra syðst.