Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnandi veður í dag
Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 09:14

Kólnandi veður í dag

Klukkan 6 var suðlæg átt, víðast 5-10 m/s. Bjartviðri norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum og sums staðar skúrir. Kaldast var 1 stigs frost á Kirkjubæjarklaustri, en hlýjast 6 stiga hiti í Seley.

Suðlæg eða breytileg átt, víðast 3-8 m/s og skúrir eða él. Gengur með kvöldinu í norðaustan 8-15 með snjókomu eða éljum, fyrst norðvestantil. Léttir til sunnan og vestanlands í nótt og dregur úr vindi síðdegis á morgun. Kólnandi veður, hiti í kringum frostmark síðdegis, en 0 til 6 stiga frost víða um land í kvöld og á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024