Kólnandi veður
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austlæg átt, 3-5 m/s og skýjað með köflum, en dálítil slydda um tíma í kvöld og nótt. Suðaustan 5-10 og víða léttskýjað á morgun. Hiti krigum frostmark, en vægt frost í uppsveitum. Kólnar heldur á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg austlæg átt og skýjað, en léttir smám saman til í dag. Suðaustan 3-8 m/s og léttskýjað að mestu á morgun. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og stöku slydduél eða él með S- og A-ströndinni, en annars hægari vindur og víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við SV-ströndina.
Á miðvikudag:
Austan 3-8 m/s og stöku él SA- og A-lands, en annars víða hægviðri og léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt með éljum á víð og dreif, einkum við sjóinn, en bjart að mestu og þurrt V-lands. Kalt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Austanátt með úrkomu, einkum A-lands, en úrkomulítið á V-landi. Minnkandi frost.
--
Ljósmynd/elg – Listaverk í náttúrunni; hrímið og hraunið á Reykjanesi.