Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnandi veður
Föstudagur 14. nóvember 2008 kl. 09:10

Kólnandi veður


Norðaustan 8-13 m/s og él fyrir norðan og austan, en dálítil slydda eða snjókoma S-lands. Austan 5-15 m/s með morgninum, hvassast við suður- og suðausturströndina. Slydda eða rigning, en él fyrir norðan. Snýst í norðvestan 10-15 SV- og V-lands síðdegis. Lægir smám saman í nótt og á morgun og dregur úr úrkomu, fyrst vestantil. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, annars vægt frost í dag, en síðan kólnandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói

Austan 5-10 m/s og slydda eða rigning með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Norðvestan 8-15 og dálítil él undir kvöld, hvassast á annesjum, en hægari og úrkomulítið er líður á morgundaginn. Kólnar.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austlæg átt, 5-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en norðvestan 8-13 og dálítil él í kvöld. Hiti 0 til 5 stig. Lægir og léttir til á morgnun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 m/s með slyddu og síðar rigningu, en þurrt að mestu austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:
Vestlæg átt og rigning eða slydda um land allt, en léttir til sunnanlands síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, svalast fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Hvöss vestanátt með talsverðri rigningu, síst þó fyrir austan. til. Hiti 2 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él. Kólnar fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum og frosti um land allt.