Kólnandi veður
Í morgun kl. 06 var austan- og norðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst við suðausturströndina og á annesjum norðvestantil, en mun hægari annars staðar. Skýjað en úrkomulítið og hiti frá 5 stigum á Garðskagavita niður í 6 stiga frost á Möðrudal.
Viðvörun: Búist er við stormi á Suðausturmiðum og Suðausturdjúpi.
Yfirlit: Langt suður í hafi er víðáttumikið 980 mb lágþrýstisvæði, sem þokast suaðustur.
Veðurhorfur á landinu: Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-15 m/s og él suðaustanlands. Mun hægari vindur annars staðar og skýjað með köflum, en víða él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en víða él á morgun. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld.
Viðvörun: Búist er við stormi á Suðausturmiðum og Suðausturdjúpi.
Yfirlit: Langt suður í hafi er víðáttumikið 980 mb lágþrýstisvæði, sem þokast suaðustur.
Veðurhorfur á landinu: Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-15 m/s og él suðaustanlands. Mun hægari vindur annars staðar og skýjað með köflum, en víða él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en víða él á morgun. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld.