Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnandi á morgun
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 08:43

Kólnandi á morgun



Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s og skýjuðu með köflum. Snýst í suðaustanátt á morgun, 10-15 síðdegis og þykknar upp. Kólnandi, frost 1 til 7 stig þegar líður á daginn, en hlýnar heldur seint á morgun.

Á föstudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s, en hægari síðdegis. Víða snjókoma eða él og frost 0 til 6 stig, en slydda við suðurströndina og hiti um frostmark.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt, skýjað með köflum, en sums staðar dálítil él. Fremur kalt í veðri.

Á sunnudag:

Fremur hæg breytileg átt, bjartviðri og yfirleitt þurrt, en suðaustan 8-13 suðvestantil á landinu síðdegis með snjókomu eða slyddu. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:
Suðaustlæg átt og snjókoma eða él. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Líkur á norðaustanátt með snjókomu, en björtu veðri syðra. Áfram svalt í veðri.

----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Sólin brýst í gegnum þokuna yfir Miðnesheiði.