Köld æfingasundlaug og Cold Fever í Ástralíu
Við fáum reglulega fréttapistla frá olympíuförum okkar í Ástralíu. Tveir Suðurnesjamenn eru í hópnum, sundkonurnar Eydís Konráðsdóttir og Íris Edda Heimisdóttir úr Sunddeild Keflavíkur. Hér kemur pistill númer tvö. Fréttir frá Wollongong - fimmtudagur 30. ágúst.Frá því síðdegis á þriðjudag hefur ekkert markvert drifið á daga okkar. Við erum að vinna úr tímamuninum og höfum misjafnlega góða eða slæma líðan á afmörkuðum tímum sólarhringsins. Enginn hefur lent í alvarlegum hremmingum vegna svefntruflana. Sundlaugin var svo köld í gærmorgun að æfingin var bara stutt. Liðið þurfti að senda skilaboð um að láta sækja sig fyrr en ákveðið hafði verið. Þá var bílstjórinn upptekinn við að reyna að senda skilaboð og skoða póstinn á gömlu tölvunni sem Ragnar er með til samskipta við heimalandið og svaraði ekki í símann. Eftir nokkrar athuganir á símakostnaði hér um slóðir þá verður það væntanlega niðurstaða flestra að kaupa inneignarkort í GSM símana sína hjá áströlsku símafyrirtæki (frelsiskort) og fá þá innlent númer. Það virðist vera amk. fjórum sinnum ódýrara per mínútu. Að hringja með GSM síma að heiman kostar að því er virðist 220-250 kr mínútan - þannig að við látum það framvegis vera ef unnt er að komast hjá því.Fararstjóri hvetur menn stöðugt til að hafa slökkt á GSM-símunum sem mest - til að gæta hagkvæmni og forðast ónæðið. Tölvan hans Ragnars sér um samskiptin við [email protected] - og sundmenn hafa aðgang að sínum pósti og sendingum einnig. Fararstjóri er með netfangið - [email protected] - og Brian er með netfangið [email protected] og getur skoðað það. Ástæða er til að hvetja alla sem vilja hafa samband við okkur til að nota tölvupóstinn - sem mest. Sími liðsins - er núna og framvegis (61) 0419445528. Við vonum að þeir sem þurfa geti náð til okkar - aðstoðarfararstjóri ÍSÍ Líney Rut Halldórsdóttir hefur símana - (61) 0409318283/0281135995 ef mikið liggur við.Fararstjóri hefur reynt að koma sér vel við hótelstjórann - og fá aðgang að netsambandi í hans tölvu - en sá galli er á að lyklaborðið á tölvunni hans er enskt (ástralskt) og þess vegna er næstum vonlaust að skrifa skilaboð á íslensku þó tölvan skilji íslenska stafi. Við munum fá aðgang að skanna á næstu dögum þannig að við getum komið myndum af þessum frábæra hópi til ykkar fljótlega. Vegna fréttar í blöðum þar sem vísað er til fjölmiðlaathygli sundliðsins í Wollongong - er ástæða til að leiðrétta að það var ekki um að ræða netfjölmiðil eingöngu - heldur dagblað sem er frekar stórt miðað við íslenskan mælikvarða - gefið út í New South Wales sem er nokkuð margra milljóna samfélag. Illawarra Mercury hefur netútgáfu sem birtir mikilvægustu fréttirnar úr blaðinu á vefslóðinni http://www.illawarramercury.com/mon/2018729.htm (blaðið 28. ágúst).Hópurinn fór í myndatökur fyrir The Australian - sem er lands-dagblað í Ástralíu - núna um hádegið. Farið var á ströndina til að mynda og við sjáum hvort útkoman nær á forsíðuna. Tekið var viðtal við Brian fyrir blaðið.Staðarsjónvarpið í Wollongong kom í morgun á æfingu og myndaði liðið og spjallaði við krakkana og Brian. Það verður sent út núna síðdegis. http://www.theaustralian.com.au/Í fyrradag var fararstjóri að skoða hvaða sjónvarpsrásir flyttu fréttir frá Wollongong og nágrenni. Ein fyrsta fréttin sem kom á skjáinn var með mynd frá Akureyri - þannig að ástæða var til að leggja við hlustir. Í ljós kom að þarna var frétt um flutning jarðneskra leifa flugmannanna sem fórust á Tröllaskaga 1941 - og jarðsetningu þeirra - viðtal við þáttakendur og kunnugleg andlit frá Akureyri sáust. Einn flugmannanna sem fórust var frá NýjaSjálandi - og þess vegna etv. þótti þetta meiri frétt hér niður frá. Nýjar myndirnar töluðu sínu máli - og staðfestu að fjarlægðin frá Íslandi er ekki svo mikil - þrátt fyrir allt.Sigurlín kveikti á sjónvarpinu í gær síðdegis og sá þá mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Cold Fever sem sýnd var - sennilega okkur til heiðurs (kannski það hafi verið ákveðið fyrir löngu).--------------------Hér stendur yfir snörp umræða í þinginu um þrjú mál sérstaklega; stórgróða og einkavæðingu Telstra - sem er Landsíminn í Ástralíu, bensínverðið - og skattlagningu ríkisins - sem hvort er hátt einnig um samskiptin við Sameinuðuþjóðirnar og skýrslur Amnesty ofl. aðila sem gagnrýna Ástrali harðlega fyrir mannréttindamál.Meira og minna er umræðan kunnugleg - en því er ekki að neita að afstaða ríkisstjórnar Ástralíu til gagnrýni sem alþjóðlegar stofnanir setja fram vekur athygli fjölmiðlanna og kemur ríkisstjórninni að því er virðist nokkuð illa nú í aðdraganda Ólympíuleika.Á næstu dögum stefnum við að því að koma til skila einhverjum fróðleik um land og þjóð og þetta nágrenni. Netið er hins vegar auðvitað kjörinn miðill fyrir þá sem það hafa - og Ástralía virðist nokkuð vel netvædd - amk. hér við Suð-austurströndina.Frjálsíþróttafólkið kemur er væntanlega að leggja af stað - og við óskum þeim góðrar ferðar.Finnska sundliðið kemur hingað á morgun - þar eru kunningjar okkar fólks - m.a. Pettri Leine gamli þjálfari Ríkarðs og von á skemmtilegum samskiptum.Hann Örn á afmæli í dag…hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Öddi ……Meira síðar.