Kolbrún Júlía dúxaði með 9,74 í meðaleinkunn

Íþróttastúlkur áberandi á verðlaunapalli við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Íþróttastúlkur voru áberandi á verðlaunapalli við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skipuðu efstu sjö sætin í besta námsárangri vorannar. Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman er dúx vorannar en hún var með hæstu meðaleinkunn við útskrift 9,74, hreint magnaður árangur. Kolbrún Júlía er þekkt fyrir glæsilega frammistöðu í fimleikum, fyrst hjá Keflavík en síðar m.a. Íslandsmeistari með liði Gerplu í vetur og í 3. sæti á Evrópumóti liða í fimleikum. Auk Kolbrúnar voru afreksstúlkur í körfubolta og knattspyrnu meðal efstu nemenda í FS.

Að þessu sinni útskrifuðust 97 nemendur; 79 stúdentar, sex luku verknámi og 17 útskrifuðust af starfsnámsbrautum.  Þá luku sex nemendur prófi af starfsbraut.  Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum.  Konur voru 51 og karlar 46.  Alls komu 73 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, sex úr Garði, fimm úr Sandgerði og þrír úr Vogum.  Einn kom frá Sauðárkróki og einn frá Ólafsfirði.  Þá lauk einn skiptinemi námi frá skólanum. 


Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skiptineminn Anaelle Isabelle Marie Theot frá Frakklandi fékk gjöf til minningar um veru sína í skólanum og á Íslandi. Pálmi Viðar Pétursson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og Katrín Ósk Óskarsdóttir fyrir árangur í fata- og textílgreinum. Katrín Ósk fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í fata- og textílgreinum. Jón Ásgeirsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og viðskiptagreinum, Karítas Guðrún Fanndal fyrir dönsku og spænsku og Una Margrét Einarsdóttir fyrir dönsku og spænsku. Arnþór Ingi Ingvason fékk viðurkenningar fyrir raungreinar og stærðfræði og einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Sebastian Hubert Klukowski fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í raungreinum og stærðfræði og hann fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur í stærðfræði. Brynja Pálmadóttir fékk viðurkenningar fyrir viðskiptagreinar, ensku og spænsku og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fyrir dönsku, spænsku og stærðfræði en hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Brynja Ýr Júlíusdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og hún fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sögu, spænsku og félags- og sálfræðigreinum. Brynja Ýr fékk auk þess gjöf gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í dönsku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Thelma Dís Ágústsdóttir fékk síðan viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og hún fékk að auki gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Þóra Kristín Klemenzdóttir fékk viðurkenningar fyrir ensku, dönsku, íslensku, spænsku, raungreinar og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Tinna Björg Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum íslensku. Tinna Björg fékk auk þess auki gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Að lokum fékk Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði. Hún fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Fræðasetinu í Sandgerði fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum og frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku, stærðfræði og raungreinum. Kolbrún Júlía hlaut einnig raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík en þau hlýtur sá nemandi sem nær bestum árangri í raungreinum á stúdentsprófi. 

Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman styrkinn en hún var með 9,74 í meðaleinkunn.  Kolbrún Júlía fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhenti Páll Orri Pálsson verðandi formaður NFS verðlaunin.  Það voru þau Agnes Margrét Garðarsdóttir og Arnór Sveinsson sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf.

Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi.  Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Björg Baldvinsdóttir, Guðrún María Bjarnadóttir og Heiðdís Inga Halldórsdóttir fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku. Þá fékk Brynja Ýr Júlísdóttir 100.000 kr. styrk fyrir framlag í þágu leiklistar og félagslífs í skólanum samhliða góðum námsárangri.

Við athöfnina veitti skólameistari Guðmanni Kristþórssyni bókasafnsfræðingi gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann hefur starfað við skólann í 25 ár.  Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.

Við lok útskriftarinnar voru nokkrir kennarar kvaddir en þeir láta nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann um langt árabil. Það eru þau Ægir Sigurðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Hörður Ragnarsson, Lárus Þór Pálmason, Einar Valgeir Arason og Þorbjörg Garðarsdóttir. Auk þeirra láta þær Sara Harðardóttir, Karen E. Arason og Hildur Skúladóttir af störfum í vor en þess má geta að þessir kennarar höfðu samtals kennt við skólann í um 250 ár og það er því mikil reynsla og þekking sem nú hverfur úr kennarahópnum.

Verðlaunahafar við útskrift vor 2017.

Kolbrún með foreldrum sínum Guðfinni Newman og Önnu Kristjönu Eyfjörð.

Séð yfir hluta kennarahópsins og gesti.

Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti styrki úr styrktarsjóði FS.

Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhenti Páll Orri Pálsson verðandi formaður NFS verðlaunin.  Það voru þau Agnes Margrét Garðarsdóttir og Arnór Sveinsson sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf.

Við lok útskriftarinnar voru nokkrir kennarar kvaddir en þeir láta nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann um langt árabil. Það eru þau Ægir Sigurðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Hörður Ragnarsson, Lárus Þór Pálmason, Einar Valgeir Arason og Þorbjörg Garðarsdóttir. Auk þeirra láta þær Sara Harðardóttir, Karen E. Arason og Hildur Skúladóttir af störfum í vor en þess má geta að þessir kennarar höfðu samtals kennt við skólann í um 250 ár og það er því mikil reynsla og þekking sem nú hverfur úr kennarahópnum. Á myndinni má sjá hluta hópsins sem nú kveður.

Skólameistari afhenti Guðmanni Kristþórssyni bókasafnsfræðingi gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann hefur starfað við skólann í 25 ár.

Körfuboltastelpurnar Emilía og Thelma voru meðal efstu nemenda.

Una Margrét, Brynja og Þóra Kristín er leikmenn með 1. deildarliði Keflavíkur í knattspyrnu og líka góðir námsmenn. VF-myndir/pket.

FS útskrift - Vorið 2017

▼ Fleiri myndir