„Kolaport“ opnar í Grindavík
– opið allar helgar fram til jóla
Kompusala verður í Grindavík allar helgar fram til jóla Kompusalan verður haldin á neðri hæð Veitingahússins Brúarinnar, Hafnargötu 26 í Grindavík, og er opin frá kl. 13-16 bæði laugardaga og sunnudaga.
Kompusalan var opin í fyrsta skipti um síðustu helgi og fékk góðar undirtektir Grindvíkinga að sögn Ólafs Arnberg Þórðarsonar. Á staðnum er m.a. bókamarkaður og rennur allur ágóði af honum til Grindavíkurkirkju vegna jólaúthlutunar 2014.
Þeir sem vilja vera með í að mynda skemmtilega markaðsstemningu fyrir jólin geta haft samband við Ólaf í síma 894-2013.