Kökurnar seldust upp á mettíma
Kökurnar seldust upp á mettíma hjá leikskólanum Gefnarborg í Garðinum nú um helgina þegar safnað var fyrir Óðin Frey, en á fyrsta aldursári greindist hann mikið heyrnarskertur. Til þess að létta undir með fjölskyldu hans þá ákváðu börn, foreldrar og starfsfólk Gefnarborgar að taka höndum saman. Börnin seldu listaverk eftir sig og foreldrafélagið bakaði kökur sem einnig voru seldar.
Töluvert af fólki lét sjá sig á laugardaginn síðastliðinn og voru listaverkin og kökurnar fljótar að fara.
Stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóðnum í Garðinum, númer hans er: 1192 – 05 – 300522 kt: 210103-2280 þar sem hægt er leggja inn ef fólk vill leggja þessu málefni lið.
Myndin: Töluvert margir keyptu sér listaverk og köku hjá leikskólanum Gefnarborg á laugardaginn.
VF-mynd: Atli Már Gylfason