Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja tilbúin eftir ár
    Frá skóflustungu að verksmiðju ÍSAGA við Voga í dag. Þarna sjáum við m.a. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra í Vogum og Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra við skóflustunguna nú áðan. Þriðji maðurinn á myndinni er Vilberg Sigurjónsson, starfsmaður ÍSAGA
  • Köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja tilbúin eftir ár
Föstudagur 9. september 2016 kl. 16:10

Köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja tilbúin eftir ár

- stefna að flutningi starfsemi ÍSAGA í Voga á næstu árum

Ragnheiður Elín Árnadóttir tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðju ÍSAGA sem rísa mun á næstu mánuðum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa í október á næsta ári.

„Fjárfestingin í verksmiðjunni er stór á okkar mælikvarða, um 2,5 miljarðar króna. Það má með sanni segja að um sé að ræða umhverfisvæna starfsemi, því hráefnið er andrúmsloftið og útblásturinn hrein vatnsgufa,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum um framkvæmdina.

Áætlanir ÍSAGA gera ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin og framleiðsla hafin í október 2017. ÍSAGA og Sveitarfélagið Vogar hafa jafnframt undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að stefnt sé að flutningi annarrar starfsemi félagsins í Voga á næstu árum. Þeirri starfsemi fylgja á bilinu 30 – 40 störf, sem er dágóð fjölgun starfa í sveitarfélaginu.

ÍSAGA hefur starfað hér á landi í tæp 100 ár, eða allt frá árinu 1909.

Guðmundur K. Rafnsson, Vilberg Sigurjónsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ásgeir Eiríksson við upphaf framkvæmda undir regnboga í Vogum nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024