Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kofar barna á smíðavöllum skemmdir
Mánudagur 5. júlí 2004 kl. 15:31

Kofar barna á smíðavöllum skemmdir

Um helgina voru nær allir kofar á Smíðavöllum skemmdir en þar er aðstaða fyrir krakka til að byggja kofa. Aðeins tveir kofar voru óskemmdir og segir Bergþóra Ólöf Björnsdóttir annar tveggja forstöðumanna Smíðavallanna að krakkarnir hafi verið leiðir yfir skemmdarverkunum. „Það var auðvitað mikið áfall fyrir krakkana að koma að kofunum sínum skemmdum og þeim þótti þetta mjög leiðinlegt. En við reynum að hvetja þau áfram og láta þetta ekki á sig fá,“ sagði Bergþóra í samtali við Víkurfréttir.
Alls eru rúmlega 70 krakkar sem vinna nú við að smíða kofa á Smíðavöllunum og eru kofarnir nálægt öðrum tugnum.

 

 

 

 

 

 

Myndirnar: Krakkar að störfum á Smíðavöllum en um helgina voru nær allir kofarnir skemmdir. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024