Knúsuðu orgelið eftir áratuga samfylgd
Kórfélagar í kirkjukór Keflavíkurkirkju knúsuðu orgelið í kirkjunni sl. sunnudag og kvöddu það formlega.
Orgel Keflavíkurkirkju verður nú yfirfarið og endurbyggt. Síðasta messa með gamla orgelinu var á sunnudaginn og var það kvatt með viðeigandi og skemmtilegum hætti með kórstjóra og kórfélögum.
Nú hefur orðið messufall og engar guðsþjónustur verða í Keflavíkurkirkju eða öðrum kirkjum næstu vikur vegna samkomubanns.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				