Knattspyrnulið Manchester United í Keflavík
Stjörnum prýtt knattspyrnulið Manchester United hafði stutt stopp í Keflavík í morgun til að taka eldsneyti á flugvél liðsins sem var á leiðinni frá Bandaríkjunum. Næsti viðkomustaður liðsins er Lissabon í Portúgal. Að sögn starfsmanns í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem Víkurfréttir ræddu við, fóru nokkrir af leikmönnum liðsins inn í flugstöðvarbygginguna, en aðrir héldu sig úti í vél. Rólegt var í flugstöðinni þegar stjörnurnar höfðu viðkomu. Flugvélin fór aftur í loftið nú á tólfta tímanum.United hefur verið á æfingaferð í Bandaríkjunum og leikið þar fjóra leiki, við Cheltic frá Skotlandi, Club Amerika frá Mexíkó, Juventus frá Ítalíu og loks Barcelona frá Spáni í gær. United vann alla leikina.