Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Knattspyrnudeild UMFG og Grindavíkurbær ekki sammála
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 22. júlí 2023 kl. 07:13

Knattspyrnudeild UMFG og Grindavíkurbær ekki sammála

Forsvarsfólk Knattspyrnudeildar UMFG og Grindavíkurbær, deila nú um fyrirhugaðar breytingar á íþróttavæði bæjarins en fyrr á þessu ári voru kynntar hugmyndir að framtíðaruppbyggingu, m.a. ný sundlaug og gervigras á aðalvöllinn. Á kynningunni voru einnig kynntar hugmyndir að byggingu fjölbýlishúss vestan megin við gamla aðalvöllinn, sem í dag er nýttur sem æfingavöllur. Skv. þeim hugmyndum sem þar komu fram, náði byggingin inn á æfingasvæðið. 

Grindavíkurbær bauð upp á að skila athugasemdum og það nýtti Knattspyrnudeildin sér. Grindavíkurbær vill meina að tillit hafi verið tekið til þeirra athugasemda og skipulaginu breytt en eftir sem áður er forsvarsfólk Knattspyrnudeildar UMFG ekki sátt.

Hér eru Facebook stöðuuppfærslur frá Knattspyrnudeildinni og Rödd unga fólksins en þau mynda meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Knattspyrnudeild UMFG:

Athugasemdir Knattspyrnudeildar UMFG vegna deiliskipulags íþróttasvæðis.

Knattspyrnudeild UMFG setur sig alfarið að móti því að byggt sé við vesturenda æfingasvæðis félagsins en svæðið er gjarnan nefnt „gamli aðalvöllur“.

Skv. áætlun/deiliskipulag er verið að skerða áðurnefnt svæði um 3.400fm og þar með notagildi þess. Svæði þetta hefur fyrst og fremst verið notað til æfinga fyrir meistaraflokka UMFG (karla og kvenna) sem og æfinga- og keppnissvæði fyrir Knattspyrnufélagið GG. Jafnframt eru þar spilaðir fjölmargir leikir í öllum aldursflokkum. Þar sem svæðið er rúmgott í dag hefur mátt dreifa álagi á svæðinu með því að færa til merktan leikvöll og nýta þannig vel svæðið allt til æfinga.

Svæðið er í dag ca. einn og hálfur meðal knattspyrnuvöllur og hafa oft á tíðum tveir flokkar verið við æfingar þar á sama tíma t.d. þegar verið er að ljúka æfingu hjá einum flokki og önnur æfing að hefjast. Bent er á að einnig má alltaf búast við ónæði eða truflun á starfsemi þegar íbúðarbyggð er nánast komin á „hliðarlínuna“.

Skýtur það skökku við að þrengja eigi að starfsemi deildarinnar og æfingasvæði í framtíðarsýn bæjarfélagsins þegar búast má við því að iðkendum eigi eftir að fjölga jafnt og þétt á komandi árum í stækkandi bæjarfélagi. Framkvæmd sem þessi er ekki afturkræf.

Áður hafa verið sendar inn álíka athugasemdir á bæjaryfirvöld sem og fundir haldnir þar sem þessum athugasemdum hefur verið komuð á framfæri með skýrum hætti t.a.m;

24.02.2023 Skrifleg athugasemd

27.02.2023 Boðaður fundur með bæjaryfirvöldum

28.03.2023 Boðaður fundur með bæjaryfirvöldum

Virðingarfyllst,

Knattspyrnudeild UMFG

Rödd unga fólksins:

Skipulag íþróttasvæðisins.

Við fögnum allri umræðu enda ólík sjónarmið sem koma að borði á svona stóru skipulagi og allir hafa það sameiginlega markmið að gera sem best fyrir svæðið. Oft er erfitt að átta sig á myndum af svæðinu og því vildum við setja nokkra punkta um ferlið til þess að upplýsa:

  • Skýrt kom fram eftir síðustu kosningar að ný sundlaug og gervigras á fótboltavöllinn væru eitt af þeim verkefnum sem íbúar vildu sjá. Eins og stjórnsýslan virkar þá tekur allt tíma og var tekin ákvörðun um að skipuleggja svæðið til framtíðar til að koma í veg fyrir plástra hingað og þangað.
  • Gert var skipulag með nægilega miklu byggingarmagni til næstu ára. Tekin var þá ákvörðun að hafa nægilega rýmt byggingarmagn á skipulagi og var nýttur hver einasti blettur á svæðinu sem hægt var til að auðvelda stækkun á íþróttamannvirkjunum okkar í framtíðinni.
  • Haldinn var íbúafundur þar sem skipulagið var kynnt, bæði ný sundlaug og deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið. Í kjölfarið var hægt að skila inn athugasemdum ef fólk hefði á skipulaginu og bárust örfáar athugasemdir sem er frábært og segir okkur að fólk hafi verið ánægð með skipulagið. Meðal athugasemda barst ein frá knattspyrnudeildinni varðandi fyrirhugaðar byggingar vestanmegin við gamla aðalvöllinn. Athugasemdin var tekin til greina og byggingarnar færðar til að koma í veg fyrir árekstra við fótboltavöllinn.
  • Ný tillaga var kynnt og fékk UMFG boð um mæta á fund skipulagsnefndar þann 5.júní til þess að bregðast við athugasemdinni og koma skoðun sinni á framfæri áður en tillagan yrði samþykkt. Engin svör komu fyrir fundinn og var hún því samþykkt samhljóða bæði í skipulagsnefnd, bæjarráði og bæjarstjórn. 
  • Þegar svona veigamikið skipulag er gert þarf að hugsa um marga hluti því ekki er hægt að byggja upp allt í einu. Verkfræðihönnun er komin á fullt fyrir nýju sundlaugina og í þeirri hönnun er gert ráð fyrir gervigrasi. Allar leiðslur sem þarf fyrir völlinn verða settar inní hönnun því það er mjög kostnaðarsamt að ætla að bæta því við eftir á. Þegar ákvörðun um gervigras verður tekin mun vera hægt að velja hvort það komi á núverandi aðalvöll eða gamla aðalvöllinn.
  • Með því að snúa gamla aðalvellinum og halda honum í línu við þann nýja þá er hægt að samnýta ljósamöstur sem þarf á gervigrasvelli og hafa 6 möstur í stað 8 ef einhverntíman yrði sett gervigras á þann völl.
  • Það mun einungis verða minniháttar skerðing á fótboltasvæðinu með þessum breytingum þar sem svæðið sem um ræðir er grasgróin mön sem verður fjarlægð. Í dag nýtist það svæði ekki til æfinga en það eru vissulega skráðir m2 innan íþróttasvæðisins og því “skerðing” í þeirri merkingu. Einnig er grasgróin mön norðan við völlinn sem fær að víkja fyrir girðingu.  Aðeins er um tilfærslur innan reitsins og minniháttar skerðingu að ræða.

Við vonum að þetta upplýsi málið frekar og fögnum allri umræðu. Markmið allra er að gera íþróttasvæðið sem glæsilegast og því er mikilvægt að hafa heildarmynd fyrir framan sig sem horfir til margra ára fram í tímann en ekki bara eitt kjörtímabil.

Kveðja Rödd unga fólksins

Tillaga eftir breytingar