Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 14:01

Klukkutími leið þar til þyrlan var kölluð út

Meira en klukkustund leið, frá því að fyrsta óljósa neyðarkallið heyrðist frá Bjarma VE, þar til þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út. Varðskip taldi sig heyra óljóst neyðarkall um þrjár mínútur í ellefu á laugardagsmorgun, en ekki var þá vitað hvaða bátur ætti í hlut. Það er um fimm mínútum eftir að Bjarmi hvarf að skjá Tilkynningaskyldunnar. Klukkan sex mínútur yfir tólf var orðið fullljóst að Bjarmi var í neyð. Átta mínútum síðar var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út. Hún var komin í loftið rétt eftir hálf eitt.

Tveimur og hálfum klukkustundum eftir að Bjarmi hvarf fyrst af skjám Tilkyningaskyldunnar, bjargaði þyrla landhelgisgæslunnar tveimur skipverjum úr björgunarbáti.

Samkvæmt vinnureglum Tilkynningaskyldunnar er reynt að hafa upp á bát í um hálftíma eftir að hann dettur úr sambandi. Að þeim tíma liðnum séu gerðar frekari ráðstafanir. Ekki sé óálgent að sendingar rofni og skip hverfi af skjám í einhvern tíma.

RÚV greindi frá. Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024