Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Klukka aflar fjár til líknarmála
Þriðjudagur 8. september 2009 kl. 10:28

Klukka aflar fjár til líknarmála


Vegfarendur um Hafnargötu í Reykjanesbæ hafa án efa tekið eftir tignarlegri turnklukku sem nú prýðir hringtorgið á mótum Hafnargötu og Aðalgötu. Klukkan var formlega tekin í notkun á föstudaginn en hún er á vegum Kiwanisklúbbsins Keilis.

Kiwanismenn hafa um tíma unnið að því að koma klukkunni upp. Um styrktarverkefni er að ræða því á hliðum klukkunnar eru auglýsingagluggar sem leigðir verða út. Tekjur af auglýsingunum munu síðan renna til þeirra líknarmála sem klúbburinn styður. 

Klukkan er tileinkuð minningu Ævars Guðmundssonar, sem lést þann 3. október á síðasta ári en hann var einn af stofnfélögum klúbbsins og var alla tíð mjög virkur í starfi hans. Fjölskylda Ævars kom einmitt myndarlega að verkefninu en klukkan er smíðuð í Þýskalandi þaðan sem hún var keypt.

VFmyndir/elg - Guðrún Eyjólfsdóttir, ekkja Ævars Guðmundssonar, afhjúpaði minningarskjöld klukkunar þegar hún var formlega tekin í notkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024